Hjálpar Gögn eru upplýsingar sem Íslendingar geta þurft á að halda á Spáni.
Svo sem:
Gaskútur - Að skipta um gaskút er auðvelt að gera en að kaupa gaskút er annað mál.
Fara þarf á netið og fylla inn umsókn hjá viðkomandi gasfélagi og fá númer til að geta keypt gaskút.
Best er að fara á sölusíður óska eftir eða leita af gaskúti til sölu (oft um 10-15evrur) fara svo með hann á bensínstöð og kaupa áfyllingu (skipta tómum fyrir fullan).
Keyra annara manna bíl á Spáni - Td frændi þinn lánar þér bílinn og löggan stoppar þig þá ertu með leyfi frá honum til að keyra bílinn. Útskýrt hér á ensku.
Lífsvottorð - Vottorð fyrir Íslendinga sem búsettir eru erlendis, yfirleitt notað vegna lífeyrismála þegar viðkomandi þarf að staðfesta að hann sé á lífi til að fá greiddan lífeyri.
Hægt er að fara til Torrevieja Town Hall á Kirkjutorginu upp á fyrstu hæð.
Kostar ekkert og þarf ekki að panta tíma.
Þú fyllir út vottorðið, mætir með íslenska vegabréfið og láta þá bara skrifa undir.
leið hér.
NIE - Spænsk kennitala, td til að kaupa bíl, hús ogfrv.
Hægt er að sækja um sjálf/ur en fasteignasalar og lögmenn veita líka aðstoð við það.
Rafræn skilríki - Auðkenni - Tvær aðferðir, með eða án símkorts.
Ekki þarf að fljúga til Ísland til að redda sér rafrænum skilríkjum - Hægt er að nota Auðkennis appið
Residencia (Leyfi til varanlegrar búsetu)
Ef fólk ætlar að búa á Spáni þá þarf að fá „residenciu“ svokallaða, (hana þarf ef dvalið er lengur en 6 mánuði í landinu)
þá þarf eftirfarandi:
Að skrá sig með lögheimili í ráðhúsi búsetubæjar.
Að sækja um spænska kennitölu (NIE).
Sækja um dvalarleyfi á lögreglustöð búsetubæjar.
Sækja um sjúkratryggingakort (Sjá hér) eða kaupa sér einkatryggingu.
Einnig þarf að geta sýnt fram á að fólk geti framfleytt sér, að nóg sé inni á
bankareikningi eða að fjárhagsleg innkoma sé trygg.
Ef fólk á húseign er nauðsynlegt að gera erfðaskrá.
Ef fólk er ekki spænskumælandi er gott að fá með sér einhvern sem tekur slíka þjónustu að sér.
Margar Íslenskar fasteignarsölur hér á síðunni veita mjög góða þjónustu við að afla þessara gagna.
RSK - 5.49 - Umsókn um undanþágu frá skattlagningu launatekna eða lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi - nánar um tvísköttunarsamningurinn
Sími og símkort - Að vera með Íslenskt og Spænskt símkort. Hvernig sé ég spænska APPið.
S1 vottorð - Verður einstaklingur sjúkratryggður í nýja búsetulandinu og fær alla þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi.
Tips - Þjórfé - Er nauðsynlegt að skilja eftir "tips", stutt svar: Nei.
En ef þú hefur fengið afbragsgóða þjónustu, þá er venjan 5-10% af upphæðinni.
En það er enginn skilda að skilja eftir þjórfé á Spáni.
Vegabréf - ef þú lendir í vandræðum með vegabréfið þitt er hægt að biðja um aðstoð í gegnum þennan tölvupóst - ice.consulate@gmail.com
Þýða síðu - Hér getur þú þýtt flest allar spænskar síður á Íslensku eða á önnur tungumál.
Hvernig Spáni er skipt í héröð