Hjálpar Gögn eru upplýsingar sem við Íslendingar gætum þurft á að halda á Spáni.
Svo sem:
S1 vottorð - Verður einstaklingur sjúkratryggður í nýja búsetulandinu og fær alla þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi.
Lífsvottorð - Vottorð fyrir Íslendinga sem búsettir eru erlendis, yfirleitt notað vegna lífeyrismála þegar viðkomandi þarf að staðfesta að hann sé á lífi til að fá greiddan lífeyri.
Hægt er að fara til Torrevieja Town Hall á Kirkjutorginu upp á fyrstu hæð.
Kostar ekkert og þarf ekki að panta tíma.
Þú fyllir út vottorðið, mætir með íslenska vegabréfið og láta þá bara skrifa undir.
leið hér.
RSK - 5.49 - Umsókn um undanþágu frá skattlagningu launatekna eða lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi - nánar um tvísköttunarsamningurinn
NIE - Spænsk kennitala, td til að kaupa bíl, hús ogfrv.
Hægt er að sækja um sjálf/ur en fasteignasalar og lögmenn veita líka aðstoð við það.
Rafræn skilríki - Auðkenni - Tvær aðferðir, með eða án símkorts.
Ekki þarf að fljúga til Ísland til að redda sér rafrænum skilríkjum - Hægt er að nota Auðkennis appið
Þýða síðu - Hér getur þú þýtt flest allar spænskar síður á Íslensku eða á önnur tungumál.
Ökuskírteini - Íslenska ökuskírteinið má nota eins lengi og það er gefið út, eftir það er hægt að sækja um endurnýjun hjá Spænskum yfirvöldum. Ef þú hefur fengið Residenciu þá verður þú að endurnýja og fá spænskt skírteini innan 2 ára.
Residencia (Leyfi til varanlegrar búsetu)
Ef fólk ætlar að búa á Spáni þá þarf að fá „residenciu“ svokallaða, (hana þarf ef dvalið er lengur en 6 mánuði í landinu)
þá þarf eftirfarandi:
Að skrá sig með lögheimili í ráðhúsi búsetubæjar.
Að sækja um spænska kennitölu (NIE).
Sækja um dvalarleyfi á lögreglustöð búsetubæjar.
Sækja um sjúkratryggingakort (Sjá hér) eða kaupa sér einkatryggingu.
Einnig þarf að geta sýnt fram á að fólk geti framfleytt sér, að nóg sé inni á
bankareikningi eða að fjárhagsleg innkoma sé trygg.
Ef fólk á húseign er nauðsynlegt að gera erfðaskrá.
Ef fólk er ekki spænskumælandi er gott að fá með sér einhvern sem tekur slíka þjónustu að sér.
Margar Íslenskar fasteignarsölur hér á síðunni veita mjög góða þjónustu við að afla þessara gagna.
Hvernig Spáni er skipt í héröð