Hvort sem þú ert að kaupa, selja eða leigja.
Hér eru Íslenskar fasteignasölur sem taka vel á móti þér.
Fasteignasölur veita einnig margvíslegar þjónustur eins og NIE, kaup á bíl og fleira. Nánar á þeirra síðum.
Við erum löglegt fjölskyldurekið S.L fyrirtæki og höfum verið búsett á Spáni, nánar tiltekið á "Torrevieja svæðinu" síðan 2006.
Undanfarin ár höfum við starfað í þjónustugeiranum - með gott orðspor á okkur og þar með teljum við okkur einnig hafa þá reynslu og þekkingu til þess að standa okkur og sinna okkar viðskiptavinum sem allra best.
Heimasíða: sjá hér
Facebook: sjá hér
Zalt Properties S.L.
Síðan 2017 hefur Zalt Properties S.L. stolt hjálpað við að láta drauma rætast með því að aðstoða viðskiptavini við að finna sitt draumahús á Spáni.
Með meira en tveggja áratuga reynslu í fasteignaviðskiptum hefur stofnandi okkar, Zordis, og teymi hennar byggt upp traust, fagmennsku og vináttu.
Hver viðskiptavinur er einstakur og ánægja þeirra er ávallt í forgangi. Margir hafa ekki aðeins fundið fasteign hjá okkur heldur einnig eignast varanlega vináttu. Þakka þér fyrir að velja okkur til að taka þátt í þessu spennandi ferðalagi!
Heimasíða: sjá hér
Facebook: sjá hér
Við hjá Sumareignum höfum áratuga reynslu af sölu fasteigna bæði á Íslandi og á Spáni. Við erum í samstarfi við færa lögfræðinga á Spáni sem fylgja okkar viðskiptavinum í gegnum allt kaupferlið eins og kaupsamning, afsal, afhendingu eigna. Sjá um bankaábyrgðir, útvega spænska kennitölu, sjá um erfðamál og halda utan um alla okkar viðskiptavini með allt sem snýr að því að eiga fasteign á Spáni.
Við störfum einnig þétt saman með nokkrum traustum fasteignasölum á svæðinu og þá sérstakelega með endursölu fasteignir.
Við höfum aðstoðað mikinn fjölda Íslendinga við kaup á fasteignum.
Heimasíða: sjá hér
Facebook: sjá hér
Fasteignasalan Perla Investments var stofnuð af hjónunum Auði Hansen og Orra Ingvasyni þegar þau fluttu búferlum til Spánar árið 1999.
Öryggi viðskiptavina Perla er forgangsatriði og sterkur grunnur þess að viðskiptavinir njóti dvalarinnar á Spáni allt frá fyrsta degi.
Perlu teymið leggur metnað sinn í framúrskarandi og persónulega þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, aðstoðar þig á íslensku við allt er varðar fasteignakaup þín og sér til þess að ferlið verði áreynslulaust og ánægjulegt. Með yfir hálfrar aldar reynslu af fasteignaviðskiptum á Spáni og þrautþjálfað fagfólk sem aðstoðað hefur fjölda landsmanna við að finna draumahúsið í sólinni eða góða fjárfestingu, tryggjum við hjá Perla þér þjónustu sem á engan sinn líka.
Heimasíða: sjá hér
Facebook: sjá hér
Við hjá Spánarheimili erum stolt af því að vera meira en fasteignasala því við erum einnig þjónustufyrirtæki og göngum mun lengra en aðrir i allri þjónustu.
Innan Spánarheimilis fjölskyldunnar erum við með nokkur dótturfélög sem bjóða okkar viðskiptavinum upp á til dæmis Fasteignaumsjón - Leiguumsjón - Lögfræðiþjónustu -Deilibílaþjónustu - Ferðaklúbb - Golfklúbb - Vildarklúbb og Flugvallarakstur.
Við erum með skrifstofu bæði á íslandi og spáni og því er starfsfólk okkar ávalt við hendina þegar viðskiptavinur okkar þarf á aðstoð eða ráðleggingum að halda. Okkar frábæra starfsfólk hefur samanlagt áratuga reynslu af fasteignamarkaðnum og lífinu á spáni en innar okkar raða starfar öflugur og reynslumikill hópur bæði útlendinga og íslendinga búsettur á spáni. Hagur kaupenda er ávalt vel tryggður í gegnum kaupferlið á spáni á okkar ástkæra ylhýra tungumáli, enda er um að ræða viðskipti einstaklinga á erlendri grund þar sem spænsk lög gilda. Teymið okkar býður hverjum og einum sérsniðnar lausnir, sem tryggir að upplifun með okkur í gegnum allt ferlið sé ekki aðeins árangursrík heldur einnig ánægjuleg.
Heimasíða: sjá hér
Facebook: sjá hér
Ertu með þjónustu og vantar þig hér - hafðu samband