NIE (Número de Identificación de Extranjero) er
útlendingaauðkennisnúmer úthlutað útlendingum á Spáni og gefið út af spænskum yfirvöldum.
Það er nauðsynlegt fyrir alla lögfræðilega starfsemi sem krefst auðkenningar þinnar,
td við að kaupa hús eða kaupa bíl osfrv.
Hægt er að sækja um það sjálf/ur á netinu en til þess þarf maður að vera staðsettur á Spáni
en margir fasteingnasalar og lögfræðingar bjóða upp á þá þjónustu að sækja um fyrir þig geng gjaldi.
Hægt er að finna þá hér á síðunni Fasteignasölur
Þjónustan kostar oftast um 100-150 evrur eða um 10 evrur að gera sjálf/ur
en það kostar líka tíma að fara í bankann og finna tíma hjá lögreglustöðinni.
En ferlið getur tekið langan tíma en allt byggist á hvenær laust er á lögreglustöðinni.
Ef þú sækir um sjálf/ur , fyllir út eyðublað EX15 og 790 og pantar tíma.
Byrjum á því að prenta allt tvöfalt og á Spænsku.
Byrjar á að fylla inn form 790 og prenta út
Fara svo í Banka og greiða fyrir form 790 og fá kvittun.
Fylla út EX15 og prenta. (sýniskjal neðst á síðunni)
Næsta skref er svo að panta tíma hjá Lögreglu.
Hér pantar þú tíma hjá lögreglu til að stimpla og gefa þér kennitöluna (smelltu hér).
Sjá neðar hvernig það er gert og hjá sumum getur google translate (þýtt) síðuna og er þá mælt með ensku ekki íslensku.
AtH ekki gleyma að taka með þér vegabréfið og passamynd þegar þú ferð á lögreglustöðina.
Hér er útskýrt hvað þarf að ýta á og fylla út þegar pantaður er tími á lögreglustöð.
EX -15 sýniskjal