Þegar þú flytur til spánar þá vakna upp spurningar með síma mál
Hér er útskýrt hvernig er að hafa 2 símanúmer í sama símanum.
1 Íslenskt og 1 Spánskt.
Sim er símkort (lítil kubbur sem er settur í símann)
E-sim er líka símkort en það er skannað (QR kóði) inn í símann hjá símafyrirtæki.
Allir nýjir símar sem eru með 1 sim og taka líka e-sim en svo eru sumir með 2 sim
Best er að hafa sim(1) kort Íslenska númerið og sérstaklega ef það er með rafrænum skilríkjum og hafa sim(2) e-sim fyrir spænska númerið.
Mæli með að nota gott farsímafyrirtæki eins og Orange, Movistar eða Vodafone með mánaðaráskrift.
Sumir eru með heima internet og allskonar pakka tilboð - fer bara eftir hvað hentar þér.
Hér fyrir neðan er svo sýnt hvernig þú stillir sim - kortin rétt svo þú notir netið á Spænska númerinu.
Byrjar á að fara í STILLINGAR (Settings)
Svo í Netkerfi og Internet (Network & Internet)
Þá sérðu SIM (sjá svo skýringar neðar)
Stillir svo í símanum að hann spyrji fyrst hvaða símfyrirtæki þú ætlar að nota áður en hringt er, SMS (spæsnka númer), Netið (spænska númer).
Finnur þú ekki APPIÐ hjá spænsku fyrirtæki - það er vegna þess að þú ert með Play Store í símanum þínum stilltan á annað land T.D. á Ísland.
Mælt með að Stilla svo Play Store á Spán - til að geta notað öll öppinn sem eru í boði.
Því það er ekki sama hvort þú ert með play store á íslandi eða á spáni.
Þetta ætti aðeins að gera ef þú telur að þú komir til með að nota APP sem spænsku fyrirtækin nota - Það er aðeins hægt að skipta um land einu sinni á ári.
Og ef þú ákveður að það hentar þér bara fínt - þá opnast heill heimur að nýjum möguleikum, eins og afsláttarkjör og slíkt.
Hér fyrir neðan er sýnt hvernig þú breytir því í android síma.