Fórstu á spænska síðu og þú ert ekkert að skilja hvað stendur á henni.
Hér er sýnt hvernig á að þýða spænska eða enska síðu yfir á Íslensku.
Til þess að allt virki rétt er mælt með að nota Chrome vafra eða oft kallaður Google vafri
Opnaðu vafrann og smelltu á þrípunktana, lengst til hægri.
Farðu nú niður listan og veldu "Translate".
Síðan verður nú þýdd á ensku - merktu við "Always translate spanish" sem þýðir að allar spænskar síður verða nú þýddar.
Ýttu svo á þrípunktana.
Þá opnast þessi gluggi og nú ýtir þú á litla þríhyrninginn
og finnur "Icelandic".
Nú velur þú "Translate".
Þá kemur þetta upp og síðan hefur verið þýdd á Íslensku.
Ýttu á þrípunktana og veldu "Always translate spanish" ef það er ekki þegar valið.
Nú munu allar spænskar síður verða þýddar yfir á Íslensku.
Alltaf er hægt að breyta þessu tilbaka.
Ef til dæmis þú vilt ekki að síða eða tungumál sé þýdd - velur þú bara "Never translate (tungumálið)" eða þú vilt að þessi sérstaka síða sem þú ert á sé ekki þýdd, þá velur þú "Never translate this site"
Sama formúlan er gerð ef þú vilt að spænskan sé þýdd á Ensku frekar en Íslensku.
Mundu svo að þetta er bara þýðing af bestu getu google - aldrei er eitthvað 100%
Gráa merkið með G í kemur fram þegar boðið er upp á þýðingu.