Mælum með að nota Costa Azul APPIÐ
Sækja hér fyrir - Android
Sækja hér fyrir Iphone
Strætó
Torrevieja - innan bæjar
Fyrst þetta - Strætó er ekki eins og venjulegur Reykjavíkur strætó, heldur RÚTUR.
Rúturnar eru notaðar af heimamönnum sem og af ferðamönnum.
Strætó áætlun Orihuela Costa
Costa Azul býður upp á strætó þjónustu sína allt árið um kring.
En dagskráin breytist eftir vetrar- eða sumartímabilinu.
Leiðin er sú sama allt árið.
Strætó hefur tvær línur - Rauða línan og Bláa línan.
Hægt er að sjá nánar leiðirnar hérna - Blá og Rauða -
Strætó gengur á veturna frá mánudegi til föstudags frá 7:30 til 14:00. Þá er siesta tími.
Og ökumenn byrja aftur klukkan 15:30 til 19:30.
Á sumrin frá júní til september frá mánudegi til sunnudags og frá 7:30 til 14:00.
Enn og aftur siësta tíma og frá 15:30 til 20:30
Góð skiptistöð er La Zenia verslunarmiðstöðin.
Verðið er 1,30 evrur í strætó.
Strætó gengur á klukkutíma fresti.
-----------------------------------------------------------
En hugsanlegt er að rútufyrirtækið breyti áætluninni .
Svo það er betra að láta vita áður en þú ferð í strætó hvert þú ætlar.
Þú getur séð leiðarkerfið líka á vefsíðu þeirra Autocares Costa Azul.
Eins og alltaf - birt með fyrirvara um breytingar hjá Costa Azul.